FSu tapaði fyrir toppliðinu

FSu tapaði 81-102 þegar topplið Hattar kom í heimsókn í Iðu í kvöld, í 1. deild karla í körfubolta.

Hattarmenn höfðu frumkvæðið í annars jöfnum fyrri hálfleik, en staðan í leikhléi var 41-51. Höttur náði svo að auka forskotið til muna í 3. leikhluta en staðan að honum loknum var 57-76.

FSu hefur nú 8 stig í 6. sæti deildarinnar en Höttur hefur ennþá öruggt forskot á toppnum með 18 stig.

Tölfræði FSu: Terrence Motley 33 stig/9 fráköst, Svavar Ingi Stefánsson 10, Ari Gylfason 9, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 7, Haukur Hreinsson 6 stig/5 stoðsendingar, Sigurður Jónsson 6, Helgi Jónsson 5, Hilmir Ægir Ómarsson 3, Jón Jökull Þráinsson 2.