FSu strandaði í stórleik

FSu tapaði illa þegar liðið mætti ÍR í lykilleik í fallbaráttu Domino's-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 106-72.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en ÍR-ingar höfðu frumkvæðið lengst af og náðu mest 11 stiga forskoti. FSu tók rispu undir lok 2. leikhluta og staðan var 50-43 í hálfleik.

FSu-liðið sigldi hins vegar í strand í síðari hálfleik, skoraði aðeins 29 stig í hálfleiknum á meðan ÍR spilaði blússandi sóknarleik gegn slakri vörn gestanna.

Með sigri í kvöld hefði FSu jafnað ÍR að stigum en þegar upp var staðið er FSu áfram í 11. sæti með 6 stig og ÍR-ingar komnir upp í 9. sætið með 10 stig.

Tölfræði FSu: ChrisWoods 27 stig/20 fráköst (34 í framlag), Cris Caird 9 stig, Hlynur Hreinsson 9 stig, Gunnar Harðarson 7 stig, Geir Helgason 6 stig, Ari Gylfason 4 stig, Bjarni Gunnarsson 4 stig, Arnþór Tryggvason 4 stig/5 fráköst, Maciej Klimaszewski 2 stig.

Fyrri greinNý brú yfir Eldvatn í undirbúningi
Næsta greinKomin á sinn níunda Land Cruiser