FSu stakk af í lokin

FSu vann góðan sigur á ÍA í 1. umferð 1. deildar karla í körfubolta í kvöld þegar liðin mættust í Iðu.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var 33-34, ÍA í vil.

Áfram var jafnræði með liðunum í 3. leikhluta en í þeim fjórða stungu heimamenn af og tryggðu sér sautján stiga sigur, 82-65.

Terrence Motley var stigahæstur hjá FSu með 31 stig og 15 fráköst. Orri Jónsson skoraði 21 stig, Ari Gylfason 7, Hilmir Ómarsson 6, Helgi Jónsson og Sveinn Gunnarsson 6, Sigurður Jónsson 3 og Svavar Stefánsson 2.