FSu skellti toppliðinu

Karlalið FSu tók á móti toppliði Hattar í 1. deildinni í körfubolta í gærkvöldi. Eftir hörkuleik hristu Selfyssingar gestina af sér undir lokin og sigruðu 76-63.

FSu komst í 7-0 í upphafi leiks en Hattarmenn minnkuðu fljótt muninn og staðan var 22-16 að loknum 1. leikhluta. Höttur komst síðan yfir í 2. leikhluta og leiddi í hálfleik 32-35.

Gestirnir juku forskotið enn frekar í 3. leikhluta en í síðasta fjórðungnum hrukku heimamenn í gang, spiluðu frábæra vörn og fengu auðveldar körfur úr hraðaupphlaupum. FSu skoraði 29 stig í 4. leikhluta gegn 13 stigum gestanna.

Ari Gylfason var stigahæstur hjá FSu með 20 stig, Collin Pryor skoraði 14 stig og Hlynur Hreinsson 10.

FSu er nú í 5. sæti deildarinnar með 6 stig, en Höttur enn í toppsætinu með 8 stig.

Fyrri greinÞór vann stigakeppnina í annað sinn
Næsta greinHótel Fljótshlíð fékk Svansvottun