FSu sigraði í liðakeppni í hestaíþróttum

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands fagnaði sigri í liðakeppni á framhaldsskólamótinu í hestaíþróttum. Ljósmynd/FSu

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands sigraði liðakeppni á framhaldsskólamótinu í hestaíþróttum sem fram fór á dögunum í Samskipahöllinni í Kópavogi.

Þar kepptu átta keppendur frá FSu sem allir stóðu sig frábærlega. Fyrirkomulag mótsins var með því sniði að keppt var í fjórum greinum; tölti, fjórgangi, fimmgangi og slaktaumatölti.

Haldin var úrtaka fyrr í mars í Fákaseli fyrir framhaldsskólamótið þar sem átta keppendur komust áfram með sína hesta, þau Dagbjört Skúladóttir, Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir, Kristín Hrönn Pálsdóttir, Stefán Thor Leifsson, Svandís Rós Jónssdóttir, Svanhildur Guðbrandsdóttir, Thelma Dögg Tómasdóttir og Vilborg Jónsdóttir.

Í úrslitunum máttu þrír keppendur frá hverjum skóla keppa í hverri grein og átti FSu knapa í úrslitum í öllum greinum. Hver knapi safnar stigum fyrir sitt lið með árangri sínum og í lok móts var það lið FSu sem var stigahæst og fagnaði sigri.

Fyrri greinÉg er svaðalega skapstór
Næsta greinFrábært Ungmennaþing í Rangárþingi ytra