FSu sigraði Augnablik

Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í körfubolta á Suðurlandi í kvöld. FSu vann Augnablik í Iðu á Selfossi á meðan Hamar tapaði í Hveragerði gegn Tindastól.

FSu fengu Augnablik í heimsókn og leiddu Selfyssingar eftir fyrsta leikhluta 24-17, gáfu svo meira í öðrum leikhluta og unnu hann 27-14, staðan í leikhléi var 51-30.

FSu héldu uppteknum hætti og var forystan 28 stig að loknum þriðja leikhluta, 78-50.

Í fjórða leikhluta náði Augnablik að minnka muninn hægt og bítandi þar sem FSu voru að reyna ná í 100 stigin. Lokatölur í leiknum voru 100-82.

Erlendur Ágúst Stefánsson var stigahæstur í liði FSu með 28 stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar. Colin Pryour var með 16 stig, 14 fráköst og sex stoðsendingar, Geir Helgason skoraði 14, Svavar Ingi Stefánsson 11, Hlynur Hreinsson 10, Birkir Víðisson 8, Arnþór Tryggvason 8 stig og 9 fráköst og Ari Gylfason 5 stig.

Tindastóll komu í heimsókn í Frystikistuna í Hveragerði þar sem þeir gengu nánast frá leiknum í öðrum leikhluta. Hamar leiddi eftir fyrsta leikhluta, 21-19, en staðan í leikhléi var, 31-41. Tindastóll leiddi restina af leiknum og unnu að lokum 73-94

Danero Tomas var stigahæstur hjá Hamri með 25 stig, Halldór Gunnar Jónsson 16, Örn Sigurðarson 7, Stefán Halldórsson 7, Aron Freyr Eyjólfsson 6/9 fráköst, Bragi Bjarnason 6, Bjarni Rúnar Lárusson 5, Sigurbjörn Jónasson 1/8 fráköst, Ingvi Guðmundsson hirti 6 fráköst og Emil F. Þorvarldsson var með 5 fráköst.

FSu er í 4. sæti deildarinnar með sex stig en Hamar er í 8. sæti með tvö stig. Næsti leikur FSu er fimmtudaginn 21. nóvember gegn Fjölni í Iðu kl. 19:15 á meðan Hamar heimsækir Breiðablik í Kópavagi föstudaginn 22. nóvember kl. 19:15.