FSu rúllaði yfir Blika

Liðsmenn FSu voru í fínu formi í kvöld þegar Breiðablik kom í heimsókn í Iðu í 1. deild karla í körfubolta. Lokatölur urðu 112-88.

Leikurinn var jafn framan af, fátt um varnir og mikið skorað. Staðan var 31-31 að loknum 1. leikhluta en í 2. leikhluta létu Selfyssingar til skarar skríða og leiddu í hálfleik, 58-48.

Heimamenn voru svo sterkari í seinni hálfleik, juku forskotið jafnt og þétt og unnu að lokum með 24 stiga mun.

Collin Pryor var stigahæstur hjá FSu með 28 stig og 13 fráköst. Hlynur Hreinsson skoraði 19 stig, Erlendur Stefánsson 15, Ari Gylfason 13, Birkir Víðisson 12, Arnþór Tryggvason og Þórarinn Friðriksson 6, Fraser Malcom 5, Geir Helgason og Haukur Hreinsson 3 og Svavar Ingi Stefánsson 2.

FSu er í 2. sæti deildarinnar með 24 stig eftir 18 leiki en Breiðablik er í 6. sætinu með 12 stig.

Fyrri greinBúið að opna Þrengslin og Heiðina
Næsta greinAfmælisboð í Fischersetrinu