FSu náði fram hefndum – Mikilvægur sigur Hamars

Í þriðju tilraun tókst FSu að sigra Gnúpverja en liðin mættust í 1. deild karla í körfubolta á Flúðum í kvöld. Á sama tíma sigraði Hamar Breiðablik heima.

Gnúpverjar byrjuðu betur í leiknum á Flúðum en FSu svaraði fyrir sig í 2. leikhluta og staðan var 48-41 í leikhléi. Lið FSu virtist kunna vel við sig á Flúðum og var sterkari aðilinn í síðari hálfleik. Lokatölur urðu 113-92.

Antowine Lamb var stigahæstur hjá FSu með 21 stig en Everage Richardson skoraði 50 stig fyrir Gnúpverja.

Það var hörkuleikur í Hveragerði þar sem Hamar tók á móti Breiðablik sem er í 2. sæti deildarinnar. Blikar höfðu frumkvæðið lengst af fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var 44-49. Þriðji leikhluti var jafn og spennandi en Hamarsmenn voru betri í síðasta fjórðungnum og tryggðu sér sætan sigur, 94-91.

Julian Nelson var stigahæstur hjá Hamri með 20 stig.

Hamar er í 4. sæti deildarinnar með 28 stig, Gnúpverjar eru í 7. sætinu með 14 stig og FSu er í 8. sæti með 10 stig.

Tölfræði FSu: Antowine Lamb 31/10 fráköst/3 varin skot, Florijan Jovanov 23/9 fráköst/5 stoðsendingar, Ari Gylfason 17, Bjarni Bjarnason 15/4 fráköst, Hlynur Hreinsson 13, Maciek Klimaszewski 6, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 5, Haukur Hreinsson 3/5 stoðsendingar.

Tölfræði Gnúpverja: Everage Lee Richardson 50/9 fráköst/7 stoðsendingar, Atli Örn Gunnarsson 9/6 fráköst, Garðar Pálmi Bjarnason 7/5 fráköst, Gabríel Sindri Möller 6/4 fráköst/9 stoðsendingar, Leifur Steinn Arnason 6/6 fráköst, Hraunar Karl Guðmundsson 5, Bjarki Rúnar Kristinsson 4, Hákon Már Bjarnason 3, Tómas Steindórsson 2.

Tölfræði Hamars: Julian Nelson 20/6 fráköst, Larry Thomas 17/6 fráköst, Smári Hrafnsson 12, Dovydas Strasunskas 11/5 fráköst, Ísak Sigurðarson 10, Oddur Ólafsson 9/6 stoðsendingar, Jón Arnór Sverrisson 8/5 fráköst/8 stoðsendingar, Þorgeir Freyr Gíslason 5/5 fráköst, Arnór Ingi Ingvason 1, Kristinn Ólafsson 1.

Fyrri greinFerðamaður sviptur ökuréttindum eftir hraðakstur
Næsta greinEinar velur framlag Þjóðverja