FSu í kjallarabaráttunni

Lið FSu er í 8. sæti með tvö stig eftir tap gegn ÍA í botnbaráttu 1. deildar karla í körfubolta í Iðu í kvöld.

Skagamenn voru sterkari í 1. leikhluta og leiddu að honum loknum, 10-24 en staðan í hálfleik var 32-45. Gestirnir juku forskotið enn frekar í síðari hálfleik, komust í 57-76 undir lok 3. leikhluta og sigruðu að lokum, 74-99.

Orri Jónsson var stigahæstur hjá FSu með 15 stig. Sæmundur Valdimarsson og Svavar Ingi Stefánsson skoruðu 13, Birkir Víðisson 11 og Kjartan Kjartansson 10.

Með sigrinum breikkuðu Skagamenn bilið milli sín og FSu. ÍA er með 6 stig í 7. sæti en FSu með 2 stig í því áttunda, með jafnmörg stig og Ármann sem er í fallsæti ásamt Þórsurum sem eru stigalausir á botninum.

Fyrri greinStarf framkvæmdastjóra lagt niður
Næsta greinNálægt stigi í lélegum leik