FSu gaf eftir í lokin

FSu tapaði stigum í toppbaráttu 1. deildar karla í körfubolta þegar liðið heimsótti Val í kvöld. Lokatölur urðu 99-95, Val í vil.

FSu byrjaði vel í leiknum, komst í 9-17, og leiddi 20-29 að loknum 1. leikhluta. Munurinn var orðinn 15 stig í upphafi 2. leikhluta, 25-40, og FSu héld góðu forskoti fram að leikhléi, en staðan var 43-55 í hálfleik.

FSu hafði góð tök á leiknum fram í miðjan 3. leikhluta en munurinn varð þá mestur 18 stig, 52-70. Þá kom 31-11 áhlaup frá heimamönnum sem minnkuðu muninn í fjögur stig, 81-79, í upphafi 4. leikhluta.

Valsmönnum héldu engin bönd eftir þetta og þeir unnu l síðasta fjórðunginn sannfærandi og leikinn að lokum 99-95.

Collin Pryor var stigahæstur hjá FSu með 32 stig, Ari Gylfason skoraði 22, Erlendur Stefánsson 14, Maciej Klimaszewski 9, Hlynur Hreinsson 8, Svavar Ingi Stefánsson 5, Geir Helgason 3 og Birkir Víðisson 2.

FSu er áfram í 2. sæti deildarinnar með 22 stig, átta stigum á eftir Hetti og tveimur stigum á undan Hamri.

Fyrri greinSelfyssingar yfirspilaðir í Grafarvoginum
Næsta greinHrun í fjórða leikhluta