FSu elti Val eins og skugginn

FSu tapaði 78-89 þegar Valur kom í heimsókn í Iðu í 1. deild karla í körfubolta í kvöld.

Valur komst í 2-10 í upphafi leiks en FSu náði að minnka muninn í þrjú stig undir lok 1. leikhluta, 19-22. Liðin skiptust á áhlaupum í 2. leikhluta, Valur komst í 28-35 en staðan í hálfleik var 36-40.

Leikurinn var áfram í járnum í 3. leikhluta, Valur var skrefinu á undan lengst af en FSu náði að komast yfir, 55-54, þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leikhlutanum.

Staðan var 59-63 þegar síðasti fjórðungurinn hófst og Valsmenn náðu að halda forystunni allan leikhlutann. Munurinn var fjögur stig, 78-82, þegar 68 sekúndur voru eftir af leiknum en Valsmenn kláruðu leikinn á vítalínunni á lokamínútunni.

Collin Pryor var besti maður vallarins með 26 stig og 19 fráköst fyrir FSu. Ari Gylfason skoraði 22 stig, Geir Helgason 11, Birkir Víðisson 5, Erlendur Stefánsson, Svavar Stefánsson og Maciej Klimaszewski 4 og Arnþór Tryggvason 2.

Fyrri greinViðbrögð þjálfaranna: „Skemmtileg upplifun“
Næsta greinAlmar kaupir Hverabakarí