FSu aftur í 2. sæti

FSu vann öruggan sigur á Ármenningum þegar liðin mættust í 1. deild karla í körfubolta í gærkvöldi, 104-77.

Liðin mættust í Iðu og Selfyssingar slitu sig frá gestunum með góðum kafla í 2. leikhluta. Ármenningar leiddu í upphafi 2. leikhluta, 24-26 en þá skoraði FSu 17 stig gegn 4 og komst í 41-30. Munurinn jókst enn frekar fyrir leikhlé þar sem FSu leiddi, 49-35.

Heimamenn voru svo sterkari í seinni hálfleik og forskot liðsins var aldrei í hættu.

Richard Field var stigahæstur í liði FSu með 38 stig og 17 fráköst. Valur Valsson skoraði 17 stig og þeir Guðmundur Gunnarsson og Orri Jónsson voru báðir með 15.

Með sigrinum fer FSu aftur í 2. sæti deildarinnar, með 12 stig eins og Þór Ak. og Valur.