FSu á góðri siglingu

FSu vann öruggan sigur á KFÍ í 1. deild karla í körfubolta þegar Ísfirðingar komu í heimsókn í Iðu á Selfossi í kvöld. Lokatölur urðu 101-86.

FSu-liðið mætti mun ákveðnara til leiks og jók forystuna jafnt og þétt allan fyrri hálfleikinn. FSu koms tí 34-17 í 1. leikhluta og munurinn varð mestur 27 stig í 2. leikhluta. Staðan í hálfleik var 62-41.

KFÍ minnkaði hóf seinni hálfleikinn á á 3-13 áhlaupi og minnkaði muninn niður í 65-54 en þá tóku heimamann aftur við sér. Munurinn var níu stig að loknum 3. leikhluta, 76-67 og útlit fyrir að FSu myndi landa öruggum sigri.

Gestirnir hleyptu þá mikilli spennu í leikinn með því að skora sjö fyrstu stigin í 4. leikhluta og minnka muninn í tvö stig, 76-74. Þessu svöruðu Selfyssingar með 15-2 áhlaupi og gerðu þar með út um leikinn.

Collin Pryor var eins og oft áður besti maður vallarins, skoraði 27 stig fyrir FSu og tók 18 fráköst. Ari Gylfason skoraði 24 stig, Erlendur Stefánsson 22, Hlynur Hreinsson 10, Birkir Víðisson 7, Þórarinn Friðriksson 6, Geir Helgason 3 og Maciej Klimaszewski 2.

Með sigrinum fór FSu aftur í toppsæti deildarinnar með 12 stig eins og Hamar og Höttur en Hamarsmenn eiga leik til góða.

Fyrri grein98 kílómetrar af ljósleiðara
Næsta greinÖlfus greiðir Hveragerði 32 milljónir króna