Laugardaginn 18. október næstkomandi klukkan 10 til 12 verður frístunda- og íþróttahlaðborð í íþróttahúsinu á Laugarvatni, þar sem íþróttafélög og félagasamtök í uppsveitum Árnessýslu sameinast og kynna starfsemi sína.
Viðburðurinn er opinn öllum og eru fjölskyldur hvattar til að mæta á Laugarvatn og kynna sér það fjölbreytta starf sem finna má í Uppsveitunum.
Boðið verður upp á grillaðar pylsur í lok dagskrár.
Það er samstarfsverkefni heilsueflandi samfélaga í Uppsveitum, ásamt svæðisskrifstofu íþróttahéraða og HSK, sem bjóða í hlaðborðið.

