Fríska Sólheimahlaupið næsta laugardag

Ingvar, Halldór og Jórunn koma í mark á Sólheimum 2021. LJósmynd/Aðsend

Laugardaginn 24. september næstkomandi verður haldið hið árlega Fríska Sólheimahlaup. Þá fara hlauparar úr hlaupahópnum Frískum Flóamönnum í heimsókn á Sólheima og bjóða Sólheimabúum og öllum áhugasömum, í hreyfingu frá Borg í Grímsnesi að Sólheimum. Öllum er frjálst að taka þátt með því að hlaupa, labba eða hjóla.

Kl. 9:30 er mæting við Sundhöll Selfoss, sameinast í bíla og ekið að Borg í Grímsnesi. Kl. 10:00 verður lagt af stað frá Borg og hlaupið, hjólað og gengið að Sólheimum, um 9 km leið.

Að loknu hlaupi verður athöfn í Grænu könnunni þar sem Frískir Flóamenn munu afhenda framfarabikarinn sem þeir gáfu Sólheimum. Hann hlýtur sá Sólheimaíbúi sem hefur sýnt framfarir, góða ástundun í íþróttum eða almennri hreyfingu og hefur verið hvetjandi og öðrum góð fyrirmynd.

Allir velkomnir.

Fyrri greinTvíburarnir sendu KR niður
Næsta greinNafnasamkeppni fyrir nýjan leikskóla