Frímann og Tinna unnu Naglahlaupið

Nokkrir hressir naglar hlupu hið árlega Naglahlaup á Hvolsvelli í morgun. Frímann Sigurðsson frá Ásólfsskála kom fyrstur í mark á tímanum 27,48 mín.

Ræst var við hús björgunarsveitarinnar og hlaupið upp á Hvolsfjall og niður aftur að björgunarsveitarhúsinu í gegnum allar götur Hvolsvallar, samtals sjö kílómetra hring.

Tinna Erlingsdóttir var fyrst kvenna í mark á 40,05 mín.

Fyrri greinÁrið gert upp á Suðurland FM
Næsta greinJón á Hofi er humarkóngur ársins