Freyr vann besta afrekið á héraðsmótinu í sundi

Sigurlið Umf. Selfoss á héraðsmótinu í sundi. Ljósmynd/Laufey Sif Lárusdóttir

Héraðsmót HSK í sundi var haldið í Hveragerði síðastliðinn fimmtudag. Keppendur mættu frá Selfossi og Hamri. Selfyssingar unnu tíu HSK meistaratitla og Hamarskeppendur unnu tvo titla.

HSK veitir jafnan þrenn sérverðlaun til einstaklinga á þessu móti, þ.e. fyrir besta afrek mótsins og fyrir stigahæsti karl og kona. Besta afrek mótsins samkvæmt alþjóða stigatöflu vann Freyr Sturluson Schacht úr Umf. Selfoss fyrir 50 m skriðsund, en hann synti á 31,51 mín sem gaf 292 stig.

Freyr var einnig stighæsti karl mótsins, hlaut 21 stig fyrir að vinna þrjár greinar. Stighæsta kona mótsins var Birta Margrét Larsen, Umf. Selfoss, hún hlaut 21 stig fyrir að sigra þrjár greinar.

Selfoss vann stigakeppni félaga með 109 stig og Hamar hlaut 62 stig.

Heildarúrslit mótsins má sjá á hsk.is.

Birta Margrét Larsen og Freyr Sturluson Schacht voru stigahæstu keppendur mótsins. Ljósmynd/Laufey Sif Lárusdóttir
Fyrri greinHERE kortleggur vegi landsins
Næsta greinSkorar á stjórnvöld að bregðast við fordæmalausu ástandi í fangelsiskerfinu