Fransiska, Íris og Karen semja við Selfoss

Þrjár efnilegar knattspyrnukonur frá Selfossi skrifuðu undir nýja samninga við Pepsi-deildarlið Selfoss í hádeginu í dag.

Þetta eru þær Fransiska Jóney Pálsdóttir, Karen Inga Bergsdóttir og Íris Sverrisdóttir. Allar spiluðu þær með meistaraflokki Selfoss í Pepsi-deildinni í sumar en þær voru einnig allar í 3. Flokks liði Selfoss sem varð Íslandsmeistari árið 2010.

„Félagið bindur miklar vonir við ungar heimastelpur á næstu árum. Framtíðin er björt og tækifæri fyrir unga leikmenn á hverju strái,“ sagði Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari kvennaliðs Selfoss, í samtali við sunnlenska.is.

Fyrri greinGreiða fyrir hvern sigurleik
Næsta greinInga Sigrún stefnir á 1. sætið