Fram vann á Selfossi

Keppni í Olís-deild kvenna í handbolta hófst í gær. Selfoss tók á móti Fram í Vallaskóla og tapaði, 24-28.

Framarar náðu fimm marka forskoti í fyrri hálfleik og leiddu í leikhléi, 10-15. Selfoss náði að klóra í bakkann í seinni og að lokum skildu fjögur mörk liðin að.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 7 mörk, Kristrún Steinþórsdóttir, Perla Ruth Albertsdóttir og Carmen Palamariu skoruðu allar 4 mörk, Adina Ghidoarca 3 og þær Arna Kristín EInarsdóttir og TInna Soffía Traustadóttir skoruðu sitt markið hvor.

Fyrri greinRangæingar fallnir
Næsta greinRagnheiður Elín kveður stjórmálin