Fram sigraði á Ragnarsmóti kvenna

Fram, sigurvegari Ragnarsmóts kvenna 2022. Ljósmynd/UMFS

Fram sigraði á Ragnarsmóti kvenna í handbolta sem lauk á Selfossi í gær. Fram hafði betur gegn heimakonum í lokaumferð mótsins.

Fram var sterkari aðilinn í leiknum gegn Selfossi allan tímann, þær náðu góðu forskoti í upphafi leiks og staðan í hálfleik var 10-25. Seinni hálfleikurinn var rólegri en Framkonur héldu öruggu forskoti sínu og sigruðu að lokum 22-37.

Katla María Magnúsdóttir var markahæst Selfyssinga með 8 mörk, Rakel Guðjónsdóttir skoraði 4, Inga Sól Björnsdóttir 3, Adela Jóhannsdóttir, Kristín Una Hólmarsdóttir og Hulda Hrönn Bragadóttir skoruðu allar 2 mörk og Roberta Strope 1.

Í fyrri leik dagsins sigraði ÍBV Stjörnuna 26-19.

Í lok móts voru að venju veitt einstaklingsverðlaun. Framarinn Steinunn Björnsdóttir var valin leikmaður mótsins, auk þess að vera markahæst. Darija Zecevic úr Stjörnunni var besti markmaðurinn, Perla Ruth Albertsdóttir úr Fram var valin varnarmaður mótsins og Selfyssingurinn Katla María Magnúsdóttir besti sóknarmaðurinn.

Katla María Magnúsdóttir. Ljósmynd/UMFS
Perla Ruth Albertsdóttir. Ljósmynd/UMFS
Steinunn Björnsdóttir með dóttur sinni. Ljósmynd/UMFS
Fyrri greinÆgir með sigur en Þróttur fór upp
Næsta greinGatnagerð hafin við tvær götur í Reykholti