Selfoss vann frábæran sigur á KA/Þór í úrvalsdeild kvenna í handbolta þegar liðin mættust á Akureyri í dag. Lokatölur urðu 23-27.
KA/Þór var skrefinu á undan fyrstu tuttugu mínúturnar en þá skoruðu Selfyssingar fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 11-14. Staðan var 13-16 í hálfleik.
Selfoss náði fimm marka forskoti í upphafi seinni hálfleiks en þegar leið að lokum nálguðust heimakonur og þær náðu að minnka muninn í 22-23 þegar fjórar mínútur voru eftir. Þá stigu þær vínrauðu upp aftur og juku forskotið í fjögur mörk.
Hulda Hrönn Bragadóttir var markahæst Selfyssinga með 6 mörk, Hulda Dís Þrastardóttir skoraði 5/4, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 4, Arna Kristín Einarsdóttir, Mia Kristin Syverud og Ída Bjarklind Magnúsdóttir 3 og þær Sylvía Bjarnadóttir, Inga Sól Björnsdóttir og Adela Eyrún Jóhannsdóttir skoruðu allar 1 mark.
Ágústa Tanja Jóhannsdóttir varði 7 skot í marki Selfoss og var með 23% markvörslu.
Selfoss er í 7. sæti deildarinnar með 4 stig en KA/Þór í 4. sætinu með 9 stig.
