Frábær árangur Berserkja í Dublin

Berserkir í Dublin um helgina, (f.v.) Þröstur, Davíð, Fannar, Egill, Gunnar Páll, Hekla og Sigríður. Ljósmynd/Aðsend

Glímufélagið Berserkir á Selfossi sendi sjö keppendur til leiks á hið árlega Grappling Industries mót sem að þessu sinni fór fram í Dublin á Írlandi um síðustu helgi.

Alls voru 1.318 keppendur skráðir til leiks og keppt var bæði í galla (Gi) og án galla (No-Gi). Mótinu er skipt eftir getu, aldri og þyngdarflokkum, sem tryggir jafnar og spennandi viðureignir.

Berserkir stóðu sig frábærlega og enduðu í 5. sæti af 77 félögum sem þátt tóku á mótinu. Það verður að teljast einstakur árangur miðað við fjölda keppenda. Berserkir stóðu tólf sinnum á verðlaunapalli með fimm gullverðlaun, fimm silfur og tvenn bronsverðlaun en allir keppendur Berserkja unnu til verðlauna.

Egill Blöndal kom heim með tvenn gullverðlaun, hann sigraði í -97 kg flokki bæði í Gi og No-Gi. Fannar Júlíusson vann gull í Gi og silfur í No-Gi í -77 gk flokki og Hekla Dögg Ásmundsdóttir vann tvenn silfurverðlaun í Gi og brons í No-Gi í -70 kg flokki.

Sigríður Jóna Rafnsdóttir vann brons í Gi og gull í No-Gi í -56 kg flokki, Gunnar Páll Júlíusson sigraði og tók gullið í -97 kg flokki í No-Gi, Davíð Óskar Davíðsson tók silfrið í No-Gi í -91 kg flokki og Þröstur Valsson vann silfurverðlaun í Gi í +104 kg flokki.

„Berserkir halda áfram að sýna styrk sinn bæði innanlands og erlendis, og árangurinn í Dublin er skýr staðfesting á öflugri þjálfun, samheldni og dugnaði keppenda,“ segir í tilkynningu frá Berserkjum.

Fyrri greinVaxandi samfélag þarf sterkari innviði – Tími til að fjárfesta í framtíð HSU
Næsta greinGjöf til allra kvenna á Íslandi