Frábær árangur GOS-unglinga á Hellu

Unglingar úr Golfklúbbi Selfoss gerðu góða ferð á Hellu um helgina en þá fór fram Íslandsbankamótaröð GSÍ. Heiðrún Anna Hlynsdóttir endaði í 2. sæti í flokki 17-18 ára aðeins einu höggi frá 1. sætinu.

Aron Emil Gunnarsson endaði í 3.sæti í flokki 15-16 ára tveimur höggum frá 1. sætinu og Pétur Sigurdór Pálsson endaði í 11. sæti í sama flokki.

Heiðar Snær Bjarnason og Sverrir Óli Bergsson kepptu á sínu fyrsta móti á Íslandsbankamótaröðinni og stóðu sig mjög vel. Heiðar endaði í 17. sæti og Sverrir í 29. sæti.

Yngvi Marinó Gunnarsson spilaði í flokki 19-21 en þurfti að hætta leik vegna meiðsla.

Veðrið lék ekki beint við keppendur en mikið rok og rigningar inn á milli gerði keppendum golfið erfiðara. En keppendur leitu veðrið ekki á sig fá og spiluðu frábært golf.

Fyrri greinTryggvagata fræst í dag
Næsta greinGirðing við Skógafoss til varnar ágangi