Frábærar aðstæður í Brúarhlaupi

Tæplega fimmhundruð hlauparar og hjólreiðamenn tóku þátt í Brúarhlaupinu á Selfossi í dag í frábæru veðri við bestu aðstæður.

Dagurinn hófst með 5 km hjólreiðum og skömmu síðar voru hálfmaraþonhlaupararnir ræstir en Brúarhlaupið var um leið Íslandsmeistaramót í hálfmaraþoni. Á hádegi hélt svo stærsti hópurinn af stað, í 2,5 km, 5 km og 10 km hlaup.

Öll úrslit hlaupsins munu birtast á sunnlenska.is.