Frábær tilþrif á Akureyri

Fyrri umferð Greifatorfærunnar á Akureyri fór fram í dag en keppnin var 3. umferð Íslandsmótsins og 5. umferð FIA/NEZ keppninnar. Sunnlendingar voru í toppbaráttunni á öllum vígstöðvum.

Tilþrifin voru mikil í dag og frábær mæting hjá bæði áhorfendum og keppendum.

Jón Örn Ingileifsson varð annar í unlimited flokknum og Gísli G. Jónsson mætti ferskur á nýjan leik og tók þriðja sætið í flokknum.

Í modified flokknum varð Haukur Þorvaldsson annar og Ívar Guðmundsson tók bronsdolluna í götubílaflokknum.

Seinni dagur Greifatorfærunnar fer fram á morgun en keppni sunnudagsins er lokaumferð Íslandsmótsins. Benedikt Hlunkur Sigfússon er áfram efstur á Íslandsmótinu og getur tyggt sér titilinn í fyrsta skipti með góðum akstri á morgun.

Staðan á Íslandsmótinu fyrir lokaumferðina

Sérútbúnir (tólf efstu)
1. Benedikt Helgi Sigfússon – 36 stig
2. Árni Kópsson – 20 stig
3. Ólafur Bragi Jónsson – 20 stig
4. Kristmundur Dagsson – 18 stig
5.-7. Hafsteinn Þorvaldsson – 16 stig
5.-7. Jón Örn Ingileifsson – 16 stig
5.-7. Daníel G. Ingimundarson – 16 stig
8.-9. Eyjólfur Skúlason – 15 stig
8.-9. Gestur Ingólfsson – 15 stig
10.-11. Valdimar J. Sveinsson – 12 stig
10.-11. Gísli G. Jónsson – 12 stig
12. Guðlaugur Sindri Helgason – 10 stig

Götubílar
1. Jón Vilberg Gunnarsson – 55 stig
2. Ívar Guðmundsson – 42 stig
3. Stefán Bjarnhéðinsson – 40 stig
4. Sævar Már Gunnarsson – 32 stig
5. Steingrímur Bjarnason – 10 stig
5. Róbert Agnarsson – 8 stig