Frábær endurkoma Rangæinga

Knattspyrnufélag Rangæinga vann mikilvægan sigur á KV þegar liðin mættust á gervigrasi KR í kvöld. Lokatölur voru 1-2.

KV byrjaði leikinn betur, fengu nokkur færi á upphafsmínútunum og voru sérstaklega hættulegir í föstum leikatriðum. Fyrri hálfleikur var þó markalaus en KV komst yfir um miðjan seinni hálfleik með marki úr vítaspyrnu.

Boban Jovic jafnaði leikinn tveimur mínútum síðar með góðu marki úr aukaspyrnu og Tómas Steindórsson skoraði sigurmarkið á 80. mínútu með skalla eftir hornspyrnu frá Boban.

Vesturbæingar pressuðu stíft undir lokin en KFR stóð sóknir þeirra af sér og vann mikilvægan sigur.

Rangæingar eru nú í 2. sæti B-riðilsins með 12 stig en Ýmir og KFS koma næst með 9 stig og eiga leik til góða.