Frábær árangur hjá Fannari

Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis endaði í 26. sæti af 170 keppendum í flokki 14 ára stráka á Callaway Junior World Golf Championships sem lauk í gær.

Þetta er frábær árangur hjá þessum unga kylfingi því mótið var gríðarlega sterkt.

Kylfingar frá 56 löndum auk Bandaríkjanna kepptu á mótinu. Flestar þjóðir eru með sérstök úrtökumót sem veita kylfingum þátttökurétt.

Fannar Ingi lék hringina þrjá á fjórum höggum yfir pari, virkilega vel gert.

Fyrri greinLitlisjór lifnar við
Næsta greinKFR bjargaði stigi í lokin