Frábær árangur hjá Ægisstelpum

Um síðastliðna helgi tók 7. flokkur kvenna frá Ægi í Þorlákshöfn þátt í Landsbankamótinu á Sauðárkróki. Stelpurnar áttu svo sannarlega gott mót en A liðið sigraði alla sína leiki og varð í fyrsta sæti og B varð í öðru sæti í sinni keppni.

Gaman er að geta þessa að bæði lið náðu að skáka stórum liðum eins og Breiðabliki, HK, Haukum og Fjölni.

Frábær árangur hjá flottum Ægisstelpum sem eru mjög duglegar að æfa og ætla sér greinilegt langt.

Fyrri greinÁrborg vann grannaslaginn
Næsta greinNý ferðamannaverslun á Selfossi