Fótboltinn farinn að rúlla

Karitas Tómasdóttir skoraði gegn Blikum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Knattspyrnuárið 2019 er hafið en bæði kvenna- og karlalið Selfoss léku leiki í æfingamótum um helgina.

Selfoss heimsótti Breiðablik í Fífuna í Faxaflóabikar kvenna. Lokatölur urðu 4-2, Blikum í vil, en Karitas Tómasdóttir og Magdalena Reimus skoruðu mörk Selfoss.

Karlarnir áttu að leika gegn Haukum á Selfossvelli á laugardag í Fótbolti.net-mótinu en leiknum var frestað þar sem snjóað hafði yfir völlinn. Liðin mættust því á Ásvöllum í gær og lauk leiknum með 1-1 jafntefli þar sem Guðmundur Tyrfingsson kom Selfyssingum yfir snemma leiks.

Fyrri greinÉg er því oftast í stuði
Næsta greinGeta ekki unað því að dregið sé úr þjónustu