Forskotið jókst í seinni hálfleik

Emma Hrönn Hákonardóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar/Þór vann öruggan sigur á ungmennaliði Keflavíkur í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld, 62-76 í Keflavík.

Þær sunnlensku höfðu frumkvæðið stærstan hluta leiksins, þó að munurinn yrði aldrei meiri en 17 stig. Staðan í hálfleik var 30-34 en forskot Hamars/Þórs jókst jafnt og þétt í seinni hálfleiknum.

Emma Hrönn Hákonardóttir var stigahæst hjá Hamri/Þór með 24 stig og 6 fráköst, Aniya Thomas skoraði 17 stig og tók 10 fráköst, Jóhanna Ágústsdóttir og Tijana Raca skoruðu 10 stig og Raca tók 7 fráköst að auki, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir skoraði 8 stig og tók 14 fráköst, Helga María Janusdóttir skoraði 5 stig og tók 5 fráköst og Anna Katrín Víðisdóttir skoraði 2 stig.

Hamar/Þór er í 3. sæti deildarinnar með 24 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Aþenu en Keflavík-U er í 6. sæti með 10 stig.

Fyrri greinVerkeining bauð lægst í leikskólabyggingu
Næsta greinHvetur sveitarstjórnarfólk til að greiða fyrir gerð kjarasamninga