Forsala á bikarleikinn í kvöld

Selfyssingar taka á móti Fjölni í 1. deild karla í handbolta í kvöld kl. 19:30. Þá fer fram forsala á undanúrslitaleik Selfoss og ÍR í Símabikarnum sem fram fer í næstu viku.

Bikarleikurinn verður í Laugardalshöllinni föstudaginn 8. mars kl. 17:15.

Miðaverð er 1.000 kr fyrir 13 ára og eldri. Einnig verður sala í sætaferðir með Guðmundi Tyrfingssyni en miðaverð í þær er einnig 1.000 kr. Mikilvægt er að stuðningsmenn kaupi miðann af handknattleiksdeild Selfoss og styrki þannig deildina.

Einnig verða til sölu sérstakir VIP miðar á 10 þúsund krónur. Þar er verið að tala um fordrykk fyrir leik, sæti í VIP stúku, veitingar í hálfleik og mat eftir leik. Sérlega glæsilegt það og vonandi að fólk nýti sér þetta tilboð.

Fyrri greinHvergerðingar með vífið í lúkunum
Næsta greinSpá hámarksrennsli í kvöld eða nótt