Formannsskipti og þrír sæmdir silfurmerki

Á aðalfundi knattspyrnudeildar Selfoss sem fór fram 6. desember var nýr formaður kjörinn. Jón Steindór Sveinsson mun taka við keflinu af Adólfi Ingva Bragasyni sem flytur af landi brott á nýju ári.

Aðrir meðlimir stjórnar voru endurkjörnir.

Á fundinum kom fram að rekstur deildarinnar er góður. Bygging á knatthúsi er komin í gegnum fyrstu umræðu fjárhagsáætlun bæjarstjórnar og mun lokasvar um byggingu þess liggja fyrir í þessari viku.

Á fundinum fengu Gunnar Borgþórsson, Guðmundur Sigmarsson og fráfarandi formaður, Adolf Ingvi Bragason allir silfurmerki ungmennafélagsins fyrir frábært starf í þágu deildarinnar síðustu ár.

Fyrri greinBifreið brann í Kömbunum
Næsta greinÞórsarar héraðsmeistarar í skák