Formannsskipti hjá Golfklúbbi Selfoss

Aðalfundur Golfklúbbs Selfoss var haldin í gærkvöldi. Þar urðu formannsskipti en Bárður Guðmundarson hætti eftir 17 ára stjórnarsetu og nýr formaður er Ástfríður M. Sigurðardóttir.

Bárður var búin að tilkynna það fyrir fundinn að hann hugðist ekki gefa kost á sér í áframhaldandi setu í stjórn GOS. Bárður var búin að vera í stjórn GOS í 17 ár, þar af lengst af sem formaður. Bárður fékk blóm og nokkrar skemmtilegar ræður á fundinum í gær þar sem honum voru þökkuð frábær störf fyrir klúbbinn síðustu árin.

Ástfríður M. Sigurðardóttir var kosin formaður GOS og er hún fyrsta konan sem gegnir formennsku í klúbbnum. Auk hennar kom Helena Guðmundsdóttir ný inn í stjórnina en þar voru fyrir og verða áfram þeir Jens Uwe Friðriksson, Axel Óli Ægisson og Halldór Morthens.

Jens Uwe, gjaldkeri, fór yfir ársreikning GOS á fundinum, en hagnaður ársins var rúmar 6,2 milljónir fyrir afskriftir og vaxtagjöld, en hagnaður eftir þá liði var tæplega 1,8 milljón króna. Verður það að teljast frábær niðurstaða eftir erfitt rigningarár.

Mikil fjölgun var í golfklúbbnum þetta árið, en félagafjöldi GOS er kominn í 471 kylfing, en þar af eru 98 aukameðlimir í GOS. Félagafjöldinn hefur aldrei verið meiri en þenn smá geta að árið 2012 voru félagarnir 298 talsins.

Árskýrsla GOS 2013

Fyrri greinEngar gjaldskrárhækkanir í leik- og grunnskólum Árborgar
Næsta greinMarín Laufey glímukona ársins