Selfoss vann öruggan sigur á Vestra á Ísafirði í dag í 2. deild kvenna í knattspyrnu. Lokatölur urðu 0-3.
Guðmunda Brynja Óladóttir kom Selfyssingum yfir þegar rúmar tuttugu mínútur voru liðnar og staðan í hálfleik var 0-1.
Selfyssingar gerðu svo út um leikinn á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiksins en þær Auður Helga Halldórsdóttir og Guðmunda Brynja skoruðu sitthvort markið með þriggja mínútna millibili. Fleiri urðu mörkin ekki og Selfyssingar flugu heim með þrjú stig í pokanum.
Þetta var sjöundi sigur Selfoss í röð. Þær sitja í toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga, 21 stig.