Flugeldasýning í Vallaskóla

Vilborg Óttarsdóttir sækir að körfu Vestra í dag. Ljósmynd: Selfoss karfa/BRV

Kvennalið Selfoss fékk botnlið Vestra í heimsókn í 1. deildinni í körfubolta í dag. Selfosskonur léku á als oddi og sigruðu örugglega, 98-57.

Sigur Selfoss var aldrei í hættu, Vestri skoraði aðeins 9 stig í 1. leikhluta og staðan var orðin 53-27 í hálfleik. Munurinn jókst enn frekar í seinni hálfleiknum og að lokum skildi 41 stig liðin að.

Jessica Tomasetti var atkvæðamest hjá Selfyssingum í dag með þrefalda tvennu, hún skoraði 19 stig, tók 10 fráköst og sendi 11 stoðsendingar. Mathilde Sorensen skoraði 16, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 14 og Sigríður Svanhvít Magnúsdóttir 12.

Selfoss er í 5. sæti deildarinnar með 12 stig en Vestri á botninum án stiga.

Fyrri greinSunnlensku liðin töpuðu á heimavelli
Næsta greinErt þú ekki bara pólitíkus?