Flóahlaupið verður 2. apríl

Flóahlaupið hefst kl. 13:00 við Félagslund laugardaginn 2. apríl. Þetta er í 38. sinn sem hlaupið er haldið en er nú í fyrsta sinn í umsjá Umf. Þjótanda.

Keppt verður í 3 km hlaupi stráka og stelpna 14 ára yngri, 5 km opnum flokki karla og kvenna og 10 km hlaupi kvenna 39 ára og yngri, 40-49 ára og 50 ára og eldri. 10 km hlaupi karla 39 ára og yngri, 40-49 ára, 50-59 ára, 60-69 ára og 70 ára eldri.

Verðlaun eru veitt fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki auk þess sem allir fá verðlaun fyrir þátttöku. Skráningargjald 1.000 kr fyrir 14 ára og yngri og 2.500 kr fyrir 15 ára og eldri. Hægt er að skrá sig í hlaupið á hlaup.is og svo einnig á staðnum. Ath. að greiða verður með peningum, enginn POSI á staðnum.

Innifalið í skráningargjaldinu er síðan kaffihlaðborð að hlaupi loknu. Allir áhugsamir eru hvattir til að koma og taka þátt. Eins eru hjálpfúsar hendur vel þegnar til aðstoðar við framkvæmd hlaupsins og kaffið. Hafið samband við Árna Geir, Markús eða Guðmundu séuð þið til í að aðstoða eða baka.