Flækti fót í girðingu og slasaðist alvarlega

Um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ökumaður torfæruhjóls er alvarlega slasaður á fæti eftir að hafa lent utan í girðingu meðfram vegi í Landeyjum í gærkvöldi.

Slysið varð um klukkan hálf átta í gærkvöldi en maðurinn flækti fótinn í girðingunni og slasaðist alvarlega að sögn lögreglunnar á Suðurlandi.

Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík.

Fyrri greinHlekktist á í lendingu á Haukadalsflugvelli
Næsta greinBergrós framlengir við Selfoss