Fjórir Sunnlendingar í liðinu

Fjórir Sunnlendingar eru í landsliðshópi Íslands í frjálsíþróttum var valinn var á dögunum af íþrótta- og afreksnefnd sambandsins.

Spretthlaupararnir Haraldur Einarsson, Vöku og Þórhildur Helga Guðjónsdóttir, Selfossi, fjölþrautarkonan Fjóla Signý Hannesdóttir, Selfossi og hástökkvarinn Hreinn Heiðar Jóhannsson, Laugdælum, eru í hópnum.

Þórhildur, Haraldur og Hreinn Heiðar eru nýliðar í hópnum, en þau sýndu miklar framfarir á árinu.

Hópurinn er fjölmennur, rúmlega 50 íþróttamenn og er valið endurskoðað reglulega.

Fyrri greinVilja ljúka stúkubyggingu
Næsta grein67 milljóna viðbótarframlag vegna eldgosanna