Fjórir Selfyssingar í hóp gegn Portúgal

Fjórir Selfyssingar voru í leikmannahópi A-landsliðs karla í handbolta sem sigraði Portúgal 26-25 í vináttulandsleik í Hafnarfirði í kvöld.

Guðmundur Árni Ólafsson var í byrjunarliði Íslands og skoraði tvö mörk í leiknum. Bjarki Már Elísson kom inná í seinni hálfleik og skoraði eitt mark en þeir Janus Daði Smárason og Árni Steinn Steinþórsson sátu á bekknum allan tímann.

Eftir leik var svo tilkynnt hvaða átján leikmenn fara með landsliðinu til Þýskalands í fyrramálið, til að spila tvo vináttulandsleiki við Þjóðverja. Enginn Selfyssinganna er í þeim hópi.

Fyrri greinSögulegur sigur FSu – Þórsarar töpuðu
Næsta greinGáfu heilsugæslunni veglega gjöf