Fjórir Selfyssingar í B-landsliði kvenna

Hulda Dís Þrastardóttir. Ljósmynd: Umf. Selfoss / ESÓ

Fjórir Selfyssingar hafa verið valdir í B-landslið kvenna í handbolta af Arnari Péturssyni, landsliðsþjálfara, en liðið kom til æfinga um liðna helgi.

Það eru þær Hulda Dís Þrastardóttir, Ída Bjarklind Magnúsdóttir, Katla María Magnúsdóttir og Kristrún Steinþórsdóttir. Í liðinu er blanda af eldri leikmönnum sem verið nálægt eða í kringum A-landslið auk leikmanna sem hafa staðið sig vel með yngri landsliðunum undanfarin ár.

Við viljum kynnast fleiri leikmönnum og víkka sjóndeildarhringinn áður en við veljum næsta hóp, það er töluverður tími núna í næsta verkefni og því rétt að gefa fleirum tækifæri á að mæta á æfingar hjá okkur,“ sagði Arnar Pétursson um hópinn.

Fyrri greinDýrleif Nanna bætti héraðsmet í 1.000 m hlaupi
Næsta greinGuðrún Björk ráðin umhverfis- og garðyrkjustjóri