Fjórir Selfyssingar í æfingahóp fyrir HM

Elvar Örn Jónsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fjórir Selfyssingar eru í æfingahópi íslenska landsliðsins í handbolta fyrir Heimsmeistaramótið í Egyptalandi.

Bjarki Már Elísson, Elvar Örn Jónsson, Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon eru allir í hópnum.

Guðmundur Guðmundsson kynnti 21 manns æfingahóp í morgun en að lokum munu 20 leikmenn verða í leikmannahópnum á mótinu, sem hefst þann 13. janúar.

Fyrri greinHvergerðingar syngja inn jólin – í beinu streymi
Næsta greinNiðurinn frá ánni – Áttunda bók Péturs Önundar