Fjórir Rangæingar í U19

Fjórar sunnlenskar knattspyrnukonur hafa verið valdar til að taka þátt í æfingum U19 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu nú í lok nóvember.

Þetta eru Selfyssingarnir Hrafnhildur Hauksdóttir, Karitas Tómasdóttir og Katrín Rúnarsdóttir og Sabrína Lind Adolfsdóttir, leikmaður ÍBV. Allar eru þær uppaldar hjá Knattspyrnufélagi Rangæinga.

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, valdi 32 leikmenn á æfingarnar sem fara fram um næstu helgi.

Fyrri greinErill hjá lögreglu vegna umferðaróhappa
Næsta grein„Niðurskurður af þessum toga getur kostað mannslíf“