Fjórir Rangæingar í U17-landsliðinu

Fjórar stúlkur úr Rangárþingi voru í U17 ára landsliðshóp Íslands í knattspyrnu sem mætti Dönum í tveimur vináttuleikjum í vikunni.

Þetta eru þær Hrafnhildur Hauksdóttir, Bergrún Linda Björgvinsdóttir og Katrín Rúnarsdóttir, leikmenn Selfoss og Sabrína Lind Adólfsdóttir, leikmaður ÍBV. Allar eru þær uppaldar hjá Knattspyrnufélagi Rangæinga.

Hrafnhildur og Bergrún voru í byrjunarliðinu í fyrri leiknum gegn Danmörku og Sabrína kom inn af varamannabekknum í hálfleik. Danmörk sigraði 0-3 en staðan var 0-2 í hálfleik. Leikurinn fór fram á sunnudaginn í Kórnum í Kópavogi.

Liðin mættust svo aftur í Akraneshöllinni í gær og aftur sigruðu Danir, nú 0-2. Sabrína og Hrafnhildur voru í byrjunarliðinu en Katrín kom inná af varamannabekknum undir lok leiksins.

Ekki þarf að fjölyrða um þann glæsilega vitnisburð sem unglingastarfið hjá KFR fær með þessu, að eiga fjóra landsliðsmenn í sama liðinu.

Fyrri greinVertíðarstemmning á Eyrarbakka
Næsta greinIngunn tekur við Matarsmiðjunni