Fjórir Rangæingar á landsliðsæfingum

Fjórar stúlkur uppaldar hjá Knattspyrnufélagi Rangæinga voru valdar í U17 ára landsliðsæfingahóp sem æfði saman um síðustu helgi.

Alls voru 34 stúlkur allstaðar að af landinu valdar í æfingahópinn og verður það að teljast stór rós í hnappagat „litla félagsins“ KFR að eiga fjóra uppalda leikmenn í þessum hópi.

Þetta eru þær Hrafnhildur Hauksdóttir, Sabrína Lind Adolfsdóttir og Bergrún Linda Björgvinsdóttir sem leika með ÍBV og Katrín Rúnarsdóttir, leikmaður Selfoss.

Æfingahópur U16 ára landsliðsins æfði líka um helgina en í honum voru tveir leikmenn frá Umf. Selfoss, þær Bergrós Ásgeirsdóttir og Esther Ýr Óskarsdóttir.

Fyrri greinBryndís Sigurðar: Ágætu Sunnlendingar
Næsta greinRúmfatalagerinn opnar á Selfossi