Fjórir Hamarsmenn í úrvalsliðinu

Tamás, Ragnar, Hubert og Hafsteinn með viðurkenningar sínar. Ljósmynd/Hamar Blak

Þrír leikmenn Hamars, ásamt þjálfara liðsins, voru verðlaunaðir í gær þegar Blaksamband Ísland útnefndi úrvalslið fyrri hluta Íslandsmótsins.

Ragnar Ingi Axelsson var kosinn besti frelsinginn, Hubert Laseci besti uppspilarinn og Hafsteinn Valdimarsson besti miðjumaðurinn. Þá var Tamás Kaposi kosinn besti þjálfarinn.

Þjálfarar og fyrirliðar hvers liðs höfðu kosningarrétt og fór athöfnin fram í Sandkastalnum fyrir úrslitakeppnina á Reykjavíkurleikunum.

Fyrri greinRafmagnslaust í Vík og Landeyjum
Næsta greinHellisheiði og Þrengsli lokuð