Fjórir framtíðarleikmenn semja við Selfoss

Elsa Katrín, Hekla Rán, Ásdís Þóra og Embla Katrín eftir undirritun samninganna á Selfossvelli. Ljósmynd/UMFS

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við fjóra unga og efnilega leikmenn út keppnistímabilið 2025. Þetta eru þær Ásdís Þóra Böðvarsdóttir 16 ára, Elsa Katrín Stefánsdóttir 17 ára, Embla Katrín Oddsteinsdóttir 17 ára og Hekla Rán Kristófersdóttir 18 ára.

„Við erum mjög ánægð að vera búin að semja við þessar ungu uppöldu stelpur. Að semja við þær er liður í því að hefja uppbyggingu þar sem mun mæða mikið á ungum heimastelpum. Þessar stelpur hafa allar verið viðloðandi meistaraflokkinn undanfarin tvö ár og því eðlileg þróun að þær stígi næsta skref og verði partur af uppbyggingunni,“ segir Björn Sigurbjörnsson þjálfari Selfoss.

Fyrri greinStúlkur héldu samstöðufund í ML
Næsta greinEr uppsetning sjóvarmadælustöðvar fýsileg í Árborg?