Fjórir bikarmeistaratitlar HSK keppenda

Marín Laufey Davíðsdóttir varð tvöfaldur meistari. Ljósmynd/GLÍ

Fertugasta og sjöunda Bikarglíma Íslands fór fram 11. janúar síðastliðinn í íþróttahúsi Akurskóla í Reykjanesbæ. Góð þátttaka var í mótinu og mikið um skemmtilegar glímur.

Marín Laufey Davíðsdóttir og Jana Lind Ellertsdóttir urðu báðar tvöfaldir bikarmeistarar. Marín Laufey sigraði í opnum flokki kvenna með fullt hús stiga, hún varð einnig meistari í +70 kg flokki kvenna.

Jana Lind varð bikarmeistari kvenna í -70 kg. flokki kvenna og hún sigraði einnig í unglingaflokki kvenna í +70 kg. flokki.

Heildarúrslit mótsins eru á www.glima.is.

Fyrri greinIngvar ráðinn slökkviliðsstjóri á Blönduósi
Næsta greinLögreglan óskar eftir að ná tali af manni og konu á Selfossi