Fjórða tap Hamars í röð

Brynja Valgeirsdóttir skoraði fyrir Hamar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar tók á móti Gróttu í 2. deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Leiknum lauk með öruggum sigri Gróttu.

Grótta skoraði tvö mörk með mínútu millibili á upphafsmínútunum en Brynja Valgeirsdóttir minnkaði muninn fyrir Hamar á 22. mínútu og staðan var 1-2 í hálfleik.

Gestirnir reyndust sterkari í seinni hálfleiknum. Þær skoruðu fjögur mörk með reglulegu millibili og lokatölur urðu 1-6.

Þetta var fjórði tapleikur Hamars í röð en liðið er áfram í 11. sæti deildarinnar með 1 stig en Grótta er í 2. sæti með 14 stig.

Fyrri greinFramlenging á samningi um endurhæfingu á Heilsustofnun
Næsta greinÆgismenn réttu kúrsinn