Fjórar Hamarskonur á landsliðsæfingar

Hamarskonurnar Dagný Lísa Davíðsdóttir, Katrín Eik Össurardóttir, Kristrún Rut Antonsdóttir og Marín Laufey Davíðsdóttir hafa verið valdar í úrtaks- og æfingahóp fyrir landslið KKÍ.

Dagný Lísa mun æfa með U-15 ára liðinu, Katrín Eik með U-16 ára liðinu en Kristrún Rut og Marín Laufey með U-18 ára liðinu.

Valið var tilkynnt fyrir skömmu en landsliðsæfingarnar fara fram yfir hátíðarnar.