Fjör á sumarmóti

Það var líf og fjör á Sumarmóti Selfoss í frjálsum íþróttum 10 ára og yngri sem fram fór í Þorlákshöfn í dag.

Rúmlega tuttugu strákar og stelpur kepptu í 60 m hlaupi, langstökki, boltakasti og 400 m hlaupi.

Í lokin var slegið upp pylsuveislu og allir keppendur fengu viðurkenningarskjal þar sem árangur þeirra er skráður.

Fyrri greinKrúttbangsi í Oddakirkju í kvöld
Næsta greinStórtjón á Helluvaði